Hoppa yfir valmynd
Tungumál EN
Heim
Fjarskiptastofu er ætlað að tryggja hagkvæma, örugga og aðgengilega fjarskiptaþjónustu fyrir alla landsmenn. Ör þróun fjarskiptatækninnar og miklar breytingar á markaði einkenna starfsumhverfi stofnunarinnar. Því er lögð áhersla á framsýni, gegnsæ vinnubrögð og aðlögunarhæfni að nýjum aðstæðum í öllu starfi hennar.

Fjarskiptastofa sér um að fylgja stefnu stjórnvalda og gerir tillögur um stefnumörkun á sviði fjarskipta.

Fjarskiptastofa stuðlar að virkri samkeppni með markaðsgreiningu, kostnaðargreiningu og eftirliti.

Fjarskiptastofa gætir hagsmuna neytenda.

Fjarskiptastofa  sér um úthlutanir tíðna til fjarskiptafyrirtækja og ljósvakamiðla, úthlutar númeraröðum til símafyrirtækja og númerum til skipa.

Fjarskiptastofa  gegnir lykilhlutverki varðandi net- og upplýsingaöryggi.