Jarðvegsframkvæmdir sem nýst geta fjarskiptafyrirtækjum
Tilkynningarnar eru í samræmi við 3. - 5. mgr. 36. gr.fjarskiptalaga nr. 81/2003 sbr. lög nr. 62/2012 um breytingar á þeim lögum.
November 2020
Jarðstrengur yfir Hellisheiði eystri - Boð um að samnýta framkvæmd
Landsnet undirbýr lagningu 66 kV jarðstrengs 9 km leið yfir Hellisheiði eystri. Jarðstrengurinn kemur til með að tengjast inn á loftlínu Vopnafjarðarlínu 1 í báða enda. Strengleiðin byrjar á láglendi við Vindfellsháls í Vopnafirði en endar í um 420 m hæð í suðausturbrún heiðarinnar, áður en vegurinn lækkar sig verulega niður að Héraðsflóa.
Áætlað er að jarðvinna og strenglagning verði boðin út í janúar 2021 og unnið verði að lagningu strengsins á tímabilinu júní – september 2021.
Sjá nánar á heimasíðu Landsnets.
Nánari upplýsingar veitir Friðrika Marteinsdóttir, Landsneti (fridrika@landsnet.is).
Október 2020
Nýr jarðstrengur – Lækjartúnslína 2
Landsnet áformar að leggja 132 kV jarðstreng, Lækjartúnslínu 2 (LT2), milli nýs tengivirkis sem reist verður í landi jarðarinnar Lækjartúni Ásahreppi og tengivirkis Landsnets á Hellu. Jarðstrengurinn er um 15,3 km langur.
Auk þess áformar Landsnet að leggja 1,2 km jarðstreng, frá núverandi loftlínu Seflosslínu 2 að nýja tengivirkinu við Lækjartún.
Unnið verður að þverunum í vetur 2020-2021 og lagning strengja vor/sumar 2021.
Nánari upplýsingar veitir Víðir Már Atlason (vidir@landsnet.is)
Janúar 2020
Nýr jarðstrengur - Akraneslína 2
Akraneslína 2, nýr 66 kV jarðstrengur milli Akraness og Brennimels er nú í undirbúningi hjá Landsneti. Fyrsti hluti strenglagnarinnar (1,3 km) innan Akraness var lagður árið 2016. Lagning 2. áfanga (3,6 km) er fyrirhuguð sumarið 2020. Lagning 3. áfanga (15 km er ótímasett).
Áætlað er að jarðvinna og strenglagning 2. áfanga verði boðin út í lok febrúar 2020 og að framkvæmdir verði fyrri part sumars 2020.
Nánari upplýsingar veitir Friðrika Marteinsdóttir, Landsneti (fridrika@landsnet.is).
Desember 2019
Fyrirhuguð lagning jarðstrengja sumarið 2020
Korpulína 1 og Rauðavatnslína 1, 132 kV jarðstrengslagnir, eru nú í undirbúningi hjá Landsneti. Korpulína 1 mun liggja milli tengivirkis á Geithálsi og Korpu tengivirkis við Vesturlandsveg. Strengurinn mun þvera Vesturlandsveg, liggja ofan við byggingu Bauhaus en síðan meðfram vegum að Geithálsi, fyrst meðfram Lambhagavegi, þá Reynisvatnsvegi og að síðustu Hólmsheiðarvegi.
Rauðavatnslína 1 mun liggja frá Geithálsi meðfram slóða að Almannadal og þaðan vestan hverfisins að Aðveitustöð 12.
Áætlað er að jarðvinna og strenglagningin verði boðin út snemma árs 2020 og strengir lagðir um sumarið.
Nánari upplýsingar veitir Jón Bergmundsson, Landsneti (jonbergm@landsnet.is).
Nóvember 2019
Hólasandslína 3 í undirbúningi
Hólasandslína 3, ný 220 kV raflína milli Akureyrar og Hólasands er nú í undirbúningi hjá Landsneti. Í Eyjafirði verður línan lögð í jörð, þ.e. frá Akureyri að vesturhlíð Vaðlaheiðar, tæplega 10 km langa leið. Strengleiðin liggur til suðurs frá tengivirki á Rangárvöllum og þverar fjörðinn norðan Kjarnaskógar og sunnan flugvallar. Þá liggur strengleiðin samsíða gamla veginum yfir hólma Eyjafjarðarár og upp í Vaðlaheiði sunnan Bíldsár. Þaðan verður Hólasandslína byggð sem loftlína að tengivirki á Hólasandi.
Áætlað er að jarðvinna og strenglagningin verði boðin út vorið 2020. Unnið að þverunum árið 2020 og lagningu strengsins árið 2021, sjá nánar á heimasíðu Landsnets: https://www.landsnet.is/verkefni/allar-framkvaemdir/akureyri-holasandur/
Nánari upplýsingar veitir Friðrika Marteinsdóttir, Landsneti (fridrika@landsnet.is).
Janúar 2019
Neskaupstaðarlína 2
Neskaupstaðarlína 2, nýr jarðstrengur á milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar er nú í undirbúningi hjá Landsneti.
Jarðstrengurinn er 66 kV og um 17 km langur og mun liggja frá tengivirki á Eskifirði um Norðfjarðargöng og með Norðfjarðarvegi að tengivirki á Neskaupstað.
Áætlað er að jarðvinna og strenglagning verði boðin út fyrrihluta árs 2019 og að lagningu hans ljúki síðari hluta árs 2019.
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Ingi Sverrisson, Landsneti (sis@landsnet.is).
Desember 2017
Sauðárkrókslína 2
Sauðárkrókslína 2, nýr jarðstrengur milli Varmahlíðar og Sauðárkróks, er nú í undirbúningi hjá Landsneti. Jarðstrengurinn er 66 kV og um 23 km langur og mun liggja frá tengivirki við Varmahlíð að tengivirki við Sauðárkrók, að hluta til meðfram núverandi háspennulínu Sauðárkrókslínu 1 og að hluta meðfram Skagafjarðarbraut.
Áætlað er að jarðvinna og strenglagningin verði boðin út fyrri hluta árs 2018 og að lagningu hans ljúki síðari hluta árs 2019, sjá nánar á heimasíðu Landsnets.
Nánari upplýsingar veitir Jens Kristinn Gíslason, Landsneti (jensk@landsnet.is).
Nóvember 2016
Landsnet undirbýr Grundarfjarðarlínu 2
Grundarfjarðarlína 2, ný jarðstrengstenging milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur, er nú í undirbúningi hjá Landsneti. Jarðstrengurinn er 66 kV og um 26 km langur og mun liggja frá tengivirki við Grundarfjörð að tengivirki við Ólafsvík, að mestu meðfram vegum og reiðstígum sem fyrir eru á svæðinu.
Áætlað er að jarðvinna og strenglagningin verði boðin út fyrri hluta árs 2017 og að lagningu hans ljúki fyrir árslok 2017, sjá nánar á heimasíðu Landsnets.
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kristjánsson, Landsneti (gudmundurk@landsnet.is).
Maí 2016
Jarðstrenglagnir RARIK árið 2016
Á vefsíðu RARIK má sjá lista yfir helstu jarðstrenglagnir RARIKS árið 2016.
Sjá https://www.rarik.is/frettir/helstu-verkefni-i-jardstrengvaedingu-arid-2016
7. apríl 2015
Tilkynning frá Mílu um fyrirhugaðar framkvæmdir
Míla hefur tilkynnt Póst- og fjarskiptastofnun fyrirhugaðar lagna- og jarðvinnuframkvæmdir sem felur einnig í sér útbreiðsluáætlun Ljósveitu á Dalvík. Nánari upplýsingar um hinar fyrirhuguðu framkvæmdir er að finna á vef Mílu.
10. desember 2014
Landsnet undirbýr Fitjalínu 2
Fitjalína 2, ný jarðstrengstenging milli Njarðvíkur og Helguvíkur, er nú í undirbúningi hjá Landsneti. Jarðstrengurinn er 132 kV, um 9 km langur og mun liggja frá tengivirki við Fitjar að nýju tengivirki við Helguvík.
Áætlað er að jarðvinna og strenglagningin verði boðin út fyrri hluta árs 2015 og að lagningu strengsins ljúki fyrir árslok 2015, sjá nánar á heimasíðu Landsnets.
Nánari upplýsingar veitir Ingólfur Eyfells, Landsneti ( eyfells@landsnet.is).
9. júlí 2014
Landsnet undirbýr Hellulínu 2
Hellulína 2, ný jarðstrengstenging milli Hellu og Hvolsvallar, er nú í undirbúningi hjá Landsneti. Jarðstrengurinn er 66 kV, um 13 km langur og mun liggja frá tengivirki við Hellu að tengivirki við Hvolsvöll, meðfram þjóðvegi 1.
Áætlað er að jarðvinna og strenglagningin verði boðin út fyrri hluta árs 2015 og að lagningu hans ljúki fyrir árslok 2015, sjá nánar á heimasíðu Landsnets
Nánari upplýsingar veitir Unnur Helga Kristjánsdóttir, Landsneti (unnur@landsnet.is ).
20. maí 2014
Landsnet undirbýr Selfosslínu 3
Selfosslína 3, ný jarðstrengstenging milli Selfoss og Þorlákshafnar, er nú í undirbúningi hjá Landsneti. Jarðstrengurinn er 66 kV og um 28 km langur og mun liggja frá tengivirki við Selfoss að tengivirki við Þorlákshöfn, að mestu meðfram vegum sem fyrir eru á svæðinu.
Áætlað er að jarðvinna og strenglagningin verði boðin út fyrri hluta árs 2015 og að lagningu hans ljúki fyrir árslok 2015, sjá nánar á heimasíðu Landsnets.
Nánari upplýsingar veitir Unnur Helga Kristjánsdóttir, Landsneti (unnur@landsnet.is).