Hoppa yfir valmynd
Tungumál EN
Heim

Um markaðsgreiningu og tímaáætlun

Lög um fjarskipti nr. 81/2003 innleiddu nýjar aðferðir og áherslur í markaðsgreiningu á fjarskiptamarkaðinum og lögðu nýjar skyldur á herðar Fjarskiptastofu frá því sem áður var. 

Framkvæmd markaðsgreiningar má skipta í þrjá áfanga:  

  1. Skilgreina viðeigandi þjónustumarkaði og landfræðilega markaði. 
  2. Greina alla markaði, kanna hvort samkeppnin á þeim sé virk og taka ákvörðun um hvort þar finnist eitt eða fleiri fyrirtæki með umtalsverðan markaðsstyrk. 
  3. Taka ákvörðun um hvort leggja skuli á, viðhalda, breyta eða draga til baka kvaðir á fyrirtæki með umtalsverðan markaðsstyrk.  

Framkvæmdastjórn ESB og samtök evrópskra fjarskiptaeftirlitsstofnana, áður ERG, nú BEREC (Body of European Regulators for Electronic Communications) unnu sameiginlega að skýrslu um kvaðir sem leggja má á fjarskiptafyrirtæki með umtalsverðan markaðsstyrk til þess að efla samkeppni.  Skýrslan var fyrst birt árið 2003 og endurskoðuð árið 2006.  Sjá skýrslu.

Um áramót 2008/2009 var lokið greiningu á öllum mörkuðum skv. eldri tilmælum ESA frá 2004, nema markaði 17 sem var felldur út.

Í nóvember 2008 gaf Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) út ný tilmæli þar sem fyrirfram skilgreindum mörkuðum var fækkað úr 18 í 7.

Sjá allar fyrirliggjandi úrlausnir varðandi markaðsgreiningar í leitarvél úrlausna hér á vefnum.

 

Sjá nánar um markaðsgreiningu:

Kynningarrit um markaðsgreiningu

Núgildandi tilmæli ESA um þjónustuákvæði

Reglugerð nr. 741/2009 um markaðsgreiningar á sviði fjarskipta

 




 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Af hverju ekki?