Kennimark viðfangs (OID)
Í samræmi við óskir samstarfshóps fjármálaráðuneytisins og Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF - áður SBV) árið 2007 stóðu Fjarskiptastofa og Staðlaráð Íslands að því að koma á laggirnar skráningarstöð fyrir kennimörk viðfangs (e. Object Identifier: OID) í samræmi við kröfur sem vísað er til í staðlinum ITU-T X.660 frá alþjóðafjarskiptasambandinu og staðalsins ISO/IEC 9834 frá alþjóðastaðlasambandinu ISO, undir íslenska landsboganum {joint-iso-itu-t(2) country(16) is(352)}.
Þessi skráning var meðal annars tilkomin vegna vottunarstefnu í útgáfu rafrænna skilríkja, í samræmi við kröfur í ITU og ISO stöðlunum ITU-T X.509 og ISO/IEC 9594-8.
Fjarskiptastofa og Staðlaráð Íslands, sem fulltrúar Íslands í ITU og ISO, staðfestu með formlegu samkomulagi að þessi skráning undir íslenska landsboganum {joint-iso-itu-t(2) country(16) is(352)} myndi fara fram hjá Fjarskiptastofu.
Gjald fyrir skráninguna er. skv. Stjórnartíðindum 1.6.2007 kr. 16.000 og er því ætlað að mæta kostnaði við rekstur skráningarstöðvarinnar hjá Fjarskiptastofu.
Hvað er Kennimark viðfangs?
Kennimark viðfangs ( e. Object Identifier; OID) er notað til að auðkenna ýmsa hluti í upplýsinga-og fjarskiptatækni og er skilgreint sem hnútpunktur í nafnarými (e. Namespace) sem byggt er eins og tré. Kennimark er byggt á ASN.1 ( Abstract Syntax Notation One) sem er skilgreint í staðlinum X-680 frá alþjóðafjaskiptasambandinu ITU -T. ASN1.
Kennimörk koma víða við sögu þar á meðal í rafrænum skilríkjum, s.s. fyrir vísun í vottunarstefnu, yfirýsingskjöl og sem aðgreind heiti viðfanga ( e. Distinguished names). Þá er ASN.1 einnig notað fyrir eigindi og hluti í X.500 skráarkerfum og LDAP ( Lightweight Directory Access Protocol) samskiptum, fyrir hluti í MIB(Management Information Base) í SNMP( Simple Network Management Protocol) netsjónarkerfum og sem vísar í almennri forritun svo einhver dæmi séu tekin.
Lýsing á starfsemi skráningarstöðvar fyrir kennimark viðfangs
Rafrænt umsóknareyðublað hér á vefnum
Nánari upplýsingar gefur Bjarni Sigurdsson, bjarni(hjá)fjarskiptastofa.is, sími 510-15Frekari upplýsingar: