Hoppa yfir valmynd
Tungumál EN
Heim

Númer fyrir samfélagsþjónustu

Á EES svæðinu gildir samræmd notkun á símanúmerum sem frátekin eru fyrir samfélagsþjónustu samkvæmt reglum Evrópusambandsins. 

Þetta eru fimm 6 stafa númer sem byrja á 116 (+ þrír tölustafir). Áskilið er að símtöl í þjónustuna skulu vera gjaldfrjáls.

Sjá reglur um 116 númer:

Reglur nr. 590/2015 um skipulag, úthlutun og notkun númera, númeraraða og vistfanga á sviði fjarskipta (Á vef Stjórnartíðinda)

Reglur ESB um 116 númer (á vef ESB)

Hér á landi hefur aðeins einu af þessum númerum verið úthlutað, númerinu 116-123 til Rauða krossins. Það er ekki komið í notkun.

Númerin 116 000, 116 006, 116 111 og 116 117 eru laus til umsóknar.

116 000 Símalína vegna týndra barna

Í þessu númeri skal taka á móti ábendingum um týnd börn og koma þeim upplýsingum áfram til lögreglu. Þjónustan skal einnig bjóða uppá leiðbeiningar og stuðning fyrir aðstandendur týndra barna og veita upplýsingar um leit að týndum börnum.

Lýsing þjónustu:

  • Safnar upplýsingum um týnd börn og kemur þeim áfram til lögreglu.
  • Býður upp á leiðbeiningar og stuðning fyrir aðstandendur týndra barna.
  • Er stuðningur við leit og rannsóknir vegna týndra barna

116 006 Hjálparlína fyrir fórnarlömb glæpa

Í númerinu skal veita fórnarlömbum glæpa tilfinningalegan stuðning, upplýsa þau um réttindi sín og hvernig hægt er að sækja rétt sinn. Einnig skal beina þeim sem leita aðstoðar til viðeigandi stofnana og láta þær vita af málinu.

Veittar eru upplýsingar um:

  • lögregluna á svæðinu
  • hvernig kærumál ganga fyrir sig
  • möguleika á bótum
  • tryggingamál

116 111 Símaráðgjöf fyrir börn

Í númerinu skulu börn hafa möguleika á að tala við ráðgjafa um hvers kyns vandamál sem hafa áhrif á þau og ef þörf er á koma þeim í samband við aðila sem geta aðstoðað þau frekar. 

Lýsing þjónustu:

  • Þjónustan hjálpar börnum sem hafa áhyggjur og þurfa öryggi og kemur þeim í samband við aðila sem veita nauðsynlega þjónustu.
  • Þjónustan veitir börnum tækifæri til að tjá áhyggjur sínar, tala um efni sem tengist þeim og hafa samband við aðila í neyðarþjónustu.

 

116 117 Aðstoð vegna slysa og/eða veikinda sem eru ekki neyðartilfelli

Í þessu númeri skal veita aðstoð við að ná sambandi við rétta aðila þegar um veikindi eða slys er að ræða sem ekki eru lífshættuleg (Í neyðartilvikum skal hringja í 112)

Þeim sem hringir og biður um aðstoð skal koma í samband við viðeigandi heilbrigðisstofnun eða heilbrigðisstarfsmann sem getur veitt læknisfræðilega aðstoð eða ráð. 

 

116 123 Hjálparlína fyrir almenning vegna sálrænna vandamála 

Í númerinu skal vera í boði tilfinningalegur stuðningur fyrir fólk sem þjáist af einmanaleika eða sálfræðilegu áfalli eða hugleiðir sjálfsmorð. Lögð skal áhersla á að hlusta á þá sem hringja inn, án þess að dæma. 
Lýsing þjónustu:

  • Þjónustan er fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda vegna kvíða, þunglyndis, depurðar, eða sjálfsvígshugsana. Þjónustan er til að veita ráðgjöf til fólks sem óskar eftir stuðningi.
  • Þar sem þjónusta er ekki samfelld (þ.e 24 tíma 7 daga vikuna) verður þjónustuveitandinn að tryggja að upplýsingar séu tiltækar um það hvenær þjónustan sé aðgengileg.

Þessu númeri hefur verið úthlutað til Rauða krossins. Það er ekki í notkun.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Af hverju ekki?