GSM/3G/4G endurvarpar
Allir GSM/3G/4G endurvarpar þurfa að bera CE-merkingu í samræmi við 65. gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003 svo unnt sé að flytja þá inn til landsins og markaðssetja hér á landi.
Samkvæmt lögum og reglum sem gilda um þráðlausan sendibúnað til fjarskipta, þ.m.t. GSM/3G/4G endurvarpa, þarf leyfi Fjarskiptastofu til að setja upp eða nota slíkan búnað.
(Sjá 62. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003)
Þar sem tíðnum fyrir GSM/3G/4G hefur verið úthlutað á 800 MHz, 900 MHz, 1800 MHz og 2100 MHz til farsímafyrirtækja er að mati Fjarskiptastofu ekki heimilt að selja sendibúnað sem notar þær tíðnir, án þess að samþykki tíðnirétthafa liggi fyrir.
Ef leyfi fæst frá einum aðila er eingöngu heimilt að endurvarpa tíðnum sem sá aðili hefur fengið úthlutað.
Ekki er heimilt að selja breiðbandsbúnað sem endurvarpar öllum tíðnunum ef eingöngu liggur fyrir leyfi frá einum aðila.
Nánari upplýsingar um endurvarpa er hægt að fá hjá Fjarskiptastofu og/eða fjarskiptafyrirtækjunum.