Hoppa yfir valmynd
Tungumál EN
Heim

PLB neyðarsendar

PLB (Personal Location Beacons) eru einka-neyðarsendar sem vinna á 406 MHz tíðnisviðinu og eru vaktaðir af Cospas/Sarsat gervihnattakerfinu.  Ef neyðarboð berast frá PLB sendi sem skráður er á Íslandi er upplýsingum um það komið til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og Vaktstöðvar siglinga frá Cospas/Sarsat gervihnattakerfinu.

Sala á PLB er heimiluð til einstaklinga á Íslandi.  Sækja þarf um heimild fyrir starfrækslu búnaðarins til Fjarskiptastofu sem gefur út leyfisbréf og skráir upplýsingar um sendinn í sérstakan íslenskan gagnagrunn um PLB. Rafrænt umsóknareyðublað fyrir starfrækslu PLB má nálgast hér fyrir neðan. PLB senda má eingöngu nota í neyðartilfellum.

Fjarskiptastofa heldur utan um ofangreindan gagnagrunn yfir heimilaða PLB senda og birtir upplýsingar um þá á heimasíðu sinni. Að auki sendir stofnunin uppfærðan lista til Vaktstöðvar siglinga og stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar í hvert sinn sem breytingar verða.

Nýskráning
Eigandi PLB sendis ber ábyrgð á að sótt sé um starfræksluleyfi fyrir hann til Fjarskiptastofu, þó svo í flestum tilfellum sé það seljandi sem sæki um starfræksluleyfið fyrir eigandann. Eigandi eða seljandi sjá um að skrá upplýsingar í Cospas/Sarsat PLB-gagnagrunn.

Eigendaskipti
Ef PLB skiptir um eiganda ber að tilkynna það til Fjarskiptastofu sem gefur út nýtt leyfisbréf fyrir PLB á nýjan eiganda og breytir skráningu í gagnagrunni. Nota skal sama umsóknareyðublað og áður hefur verið nefnt og merkja sérstaklega ef umbreytingu  á fyrri skráningu er að ræða.

Tímabundið lán til annars en skráðs notanda
Ef PLB sendir er lánaður tímabundið skal tilkynna það til stjórnstöðvar Landhelgisgæslu með þeim upplýsingum sem eiga tímabundið við (nafni og símanúmeri notanda, tengiliði og símanúmerum þeirra)

Ef PLB glatast eða eyðileggst
Ef PLB sendir glatast eða eyðileggst skal tilkynna það til Fjarskiptastofu.

Umsókn um leyfisbréf fyrir starfrækslu PLB neyðarsendis. (Rafrænt umsóknareyðublað)
(Athugið að sama eyðublað er notað fyrir nýskráningu og eigendaskipti. Haka þarf í viðeigandi reit)

 

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Af hverju ekki?