Hoppa yfir valmynd
Tungumál EN
Heim

Umsóknir um tíðnir

Sækja þarf um heimild til þess að nota ljósvakann til fjarskipta og fá tíðni úthlutað í því skyni.  Greiða þarf fyrir heimildirnar skv. lögum nr 75/2021 um Fjarskiptastofu og gjaldskrá stofnunarinnar.

Aðferðir Fjarskiptastofu við úthlutanir á tíðnum eru á sérstakri upplýsingasíðu hér.

Nánari upplýsingar um úthlutun á tíðnum veitir Hörður R. HarðarsonHér fyrir neðan eru upplýsingar um hvernig standa skal að því að sækja um tíðnir til mismunandi nota:

 

Fastasambönd

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma með umsókn um tíðnir fyrir fastasambönd:

 1. Tíðnisvið
 2. Sendistaður A (heiti staðar, staðsetning, lengd og breidd)
 3. Sendistaður B (heiti staðar, staðsetning, lengd og breidd)
 4. Vegalengd og stefnur
 5. Gerð búnaðar
 6. Sendiafl
 7. Loftnetsmögnun
 8. Loftnetshæð

Senda má umsókn á faxi 5101509 eða með tölvupósti á fjarskiptastofa@fjarskiptastofa.is.

 

Skammtímahljóðvarp

Samhliða umsókn um leyfi til fjölmiðlanefndar skal sótt um senditíðni til Fjarskiptastofu vegna skammtímahljóðvarpsins. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram í umsókninni:

 1. Nafn og kennitala umsækjanda
 2. Útsendingardagar
 3. Staðsetning sendis
 4. Frá hverjum er sendirinn
Þegar um er að ræða hljóðvarp frá kirkjum vegna jarðarfarar (hámark 3 klst), þarf ekki að sækja um hljóðmiðlunarleyfi til fjölmiðlanefndar en nóg er að sækja um senditíðni til Fjarskiptastofu með ofangreindum upplýsingum.
Senda má umsókn á faxi 5101509 eða með tölvupósti á pfs@pfs.is.

Sé ætlunin að sækja um eða endurnýja leyfi til hljóð- og myndmiðlunar, vinsamlegast hafið samband við fjölmiðlanefnd.

 

 

 

Talstöðvarásir á metra- og desimetrabylgju (VHF/UHF)

Sértíðnum á VHF (150-174 MHz) og UHF (440-470 MHz) tíðnisviðum er úthlutað til fyrirtækja, stofnana og félaga en ekki til einstaklinga. Reiknað er með að hver sértíðni geti staðið undir notkun 40-100 talstöðva. Þær reglur gilda að ef fjöldi talstöðva er undir 20 þá mega aðilar eiga von á að þurfa að deila tíðni með öðrum og er þá gerð krafa um að í stöðvarnar sé settur sítónsbúnaður.

Í umsókn um VHF/UHF tíðni þarf eftirfarandi að koma fram :

 1. Nafn og kennitala
 2. Staðsetning móðurstöðvar (ef um móðurstöð er að ræða)
 3. Þjónustusvæði
 4. Einnar tíðni eða tveggja tíðni notkun (simplex eða duplex)
 5. Hvort óskað er eftir VHF eða UHF rás
 6. Fjöldi talstöðva

Ekki má flytja móðurstöðvar nema að fengnu samþykki PFjarskiptastofu.

 

 

 

Tíðnir fyrir hljóðvarps- og sjónvarpsrásir (langtíma)

Sækja þarf skriflega um tíðnir vegna hljóðvarps og sjónvarps. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að berast vegna úthlutunar á tíðnum fyrir hljóðvarp og sjónvarp:

 1. Útvarpsleyfi frá fjölmiðlanefnd
 2. Nafn og kennitala
 3. Þjónustusvæði og sendistaður
 4. Sendiafl og loftnetsmögnun
 5. Sendibúnaður

Sé ætlunin að sækja um eða endurnýja leyfi til hljóð- og myndmiðlunar, vinsamlegast hafið samband við fjölmiðlanefnd.

Tímabundin notkun radíótækja

Erlendir ferðamenn og aðrir sem vilja nota radíóbúnað tímabundið hér á landi skulu sækja um það til Fjarskiptastofu á þar til gerðu umsóknareyðublaði (PDF skjal).

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:

 1. Nafn og heimilisfang (ef Íslendingur þá einnig kennitala)
 2. Upplýsingar um hvar og hvenær búnaðurinn kemur til landsins og fer úr landi
 3. Upplýsingar um þær tíðnir sem óskað er eftir að nota
 4. Upplýsingar um búnaðinn (tegund og raðnúmer)
 5. Upplýsingar um sendiafl
 6. Upplýsingar um hvar á að nota búnaðinn

Eftir að fjallað hefur verið um umsókn er áritað umsóknareyðublað notað sem leyfisbréf og skal það sýnt tollyfirvöldum bæði við komu búnaðar til landssins og brottför hans úr landi.

Almennar upplýsingar varðandi tímabundinn innflutning og starfrækslu radíóbúnaðar á ensku.

 

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Af hverju ekki?