Hoppa yfir valmynd
Tungumál EN
Heim

Laus störf

Fjarskiptastofa leitar að öflugum hagfræðingi til starfa á stjórnsýslusviði.

Um er að ræða nýtt starf tengt eftirliti með fjarskiptamarkaði og fær viðkomandi aðili tækifæri til að móta og þróa starfið. 

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf þar sem viðkomandi hagfræðingur mun í starfi sínu jafnframt vinna náið með sérfræðingum á öðrum sviðum stofnunarinnar. 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 •  Greiningarvinna og þátttaka í skrifum á skýrslum og ákvörðunum.
 • Frumkvæði að gerð sjálfstæðra úttekta um hagfræðileg málefni.
 • Söfnun gagna og tölfræðileg úrvinnsla.
 • Miðlun hagfræðilegrar þekkingar við rannsókn mála.
 • Samskipti við hagaðila.
 • Möguleiki á þátttöku í erlendu samstarfi.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 •  Meistarapróf í hagfræði er skilyrði.
 • Góð greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu tölulegra upplýsinga.
 • Þekking á atvinnuvegahagfræði er kostur.
 • Reynsla af greiningarvinnu og samkeppnismálum er kostur.
 • Skipulögð vinnubrögð og hæfni til að leiða mál til lykta.
 • Frumkvæði við úrlausn viðfangsefna.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og þverfaglegri samvinnu.
 •  Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og rituðu máli. Þekking á einu Norðurlanda-máli kostur.


Um Fjarskiptastofu:
Fjarskiptastofa er eftirlitsstofnun á fjarskiptamarkaði. Er stofnuninni m.a. ætlað það hlutverk að vinna gegn röskun eða takmörkunum á samkeppni á fjarskiptamarkaði. Stofnunin vinnur að framgangi þessara verkefna m.a. á grundvelli markaðsgreininga þar sem fer fram samkeppnislegt og viðskipta- og hagfræðilegt mat á markaðsaðstæðum í fjarskiptum og líklega þróun á aðstæðum á þeim markaði til næstu framtíðar.

Hjá Fjarskiptastofu starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga á sviði fjarskipta og netöryggis. Fjarskiptastofa leggur áherslu á að starfsmenn fái tækifæri til að sinna áhugaverðum verkefnum, þróast í starfi og viðhalda jafnvægi milli vinnu og einkalífs.

Um er að ræða nýtt starf á stjórnsýslusviði stofnunarinnar og er starfshlutfall 100%.  

Fjarskiptastofa hvetur áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Fjarskiptastofa lítur svo á að umsókn gildi í 6 mánuði frá dagsetningu hennar, nema umsækjandi ákveði umsókninni skemmri gildistíma.  

 • Umsóknarfrestur er til og með 6. september nk.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.

Umsjón með starfinu hafa Jensína K. Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) og Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is).

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Af hverju ekki?