Hoppa yfir valmynd
Tungumál EN
Heim

Jafnlaunastefna

Fjarskiptastofa hefur mótað eftirfarandi jafnlaunastefnu en við mótun hennar var stuðst við jafnlaunastaðallinn ÍST 85. Jafnlaunastefnunni er ætlað að tryggja að allir starfsmenn stofnunarinnar njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur munur sé til staðar. Jafnlaunastefna Póst- og fjarskiptastofnunar og þar af leiðandi jafnlaunakerfi nær til allrar stofnunarinnar.  

Það er stefna Fjarskiptastofu:  

  • Að innleiða verklag og skilgreind viðmið við ákvörðun launa þar sem hver og einn fær greitt fyrir starf sitt út frá verðmæti þess óháð kyni, kynvitund og öðrum ómálefnalegum ástæðum. 
  • Að greiða laun sem taka mið af þeim kröfum sem starfið gerir um þekkingu, hæfni og ábyrgð. 
  • Að innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85 og öðlast vottun í samræmi við lög 56/2017 um jafnlaunavottun. 
  • Að framkvæma launagreiningu a.m.k. einu sinni á ári þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og athugað hvort mælist munur á launum eftir kyni. 
  • Að rýna árlega jafnlaunamarkmið og virkni jafnlaunakerfisins. 
  • Að bregðast við frávikum með stöðugum umbótum og eftirliti. 
  • Að fylgja ávallt lögum nr 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, öðrum lögum, reglum, kjara- og stofnanasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma og snúa að jafnrétti og staðfesta árlega af forstjóra og framkvæmdastjórn að þeim sé hlítt. 
  • Að hafa jafnlaunastefnu aðgengilega á ytri vef Póst- og fjarskiptastofnunar bæði fyrir starfsfólk og almenning. 

Jafnlaunastefnan er hluti af mannauðsstefnu Fjarskiptastofu.

 

Síðast uppfært: Reykjavík 12. maí 2020
 Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu

 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Af hverju ekki?