Hoppa yfir valmynd
Tungumál EN
Heim

Umhverfis- og loftslagsstefna

Fjarskiptastofa hefur mótað eftirfarandi stefnu um umhverfis- og loftslagsmál. Tilgangur með loftslagsstefnu Fjarskiptastofu er að draga markvisst úr áhrifum vegna losunar CO2 af starfseminni, vera til fyrirmyndar fyrir aðrar stofnanir og fyrirtæki, miðla árangri og hafa þannig bein og óbein áhrif á loftslagsskuldbindingar landsins. 

Stefnan byggir m.a. á eftirfarandi; Leiðbeiningum Umhverfisstofnunar um loftslagsstefnur opinberra aðila, skuldbindingum íslenskra stjórnvalda gagnvart Parísarsamkomulaginu,  aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum, yfirlýsingu forstöðumanna stofnana umhverfis- og auðlindaráðuneytis um samdrátt í losun GHL og kolefnishlutleysi, heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og Grænum skrefum 

Fram til 2030 mun stofnunin draga úr losun sinni á CO2 samtals um 40% miðað við árið 2019 vegna eftirtalinna atriða: 

  • Flugferða erlendis og innanlands með áherslu á fjarfundi og breytt vinnulag 
  • Ferða starfsmanna til og frá vinnu með auknum stuðningi við vistvænar samgöngur
  • Aksturs á vegum Fjarskiptastofu með endurnýjun eigin bifreiða og kröfum til bílaleiga og leigubíla um bifreiðar án jarðefnaeldsneytis
  • Úrgangs með minni sóun og aukinni flokkun
  • Orkunotkunar með orkusparnaðaraðgerðum
  • Máltíða starfsmanna 

Stefnan er rýnd árlega og hún endurskoðuð með tilliti til breytinga og þróunar í loftlagsmálum. Stefna Fjarskiptastofu um umhverfis- og loftlagsmál nær til allrar starfsemi stofnunarinnar, starfsmanna, bygginga, mannvirkja og framkvæmda. 

Reykjavík 11. 05. 2021 
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Af hverju ekki?